spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin duglegur að mata liðsfélagana er Alba Berlin komst í 2-0 gegn...

Martin duglegur að mata liðsfélagana er Alba Berlin komst í 2-0 gegn Bonn

Martin Hermannsson og Alba Berlin eru einum sigurleik frá undanúrslitum þýsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur í öðrum leik átta liða úrslita gegn Bonn, 83-70. Fyrsta leik einvígis liðanna vann Albe Berlin einnig nokkuð örugglega og eru þeir því komnir með 2-0 forystu í einvíginu.

Martin lék tæpar 24 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 7 stigum, 3 fráköstum, 8 stoðsendingum og stolnum bolta, en Alba Berlin vann þær mínútur sem hann spilaði í leiknum með 17 stigum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -