spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin atkvæðamikill gegn Real Betis

Martin atkvæðamikill gegn Real Betis

Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í dag fyrir Real Betis í ACB deildinni á Spáni, 81-84.

Eftir leikinn eru Valencia í 7.-8. sæti deildarinnar með 50% sigurhlutfall, 4 sigra og 4 tapaða það sem af er tímabili.

Á tæpri 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Martin 16 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Næsti leikur Valencia í deildinni er 6. nóvember gegn Joventut Badalona.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -