spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin atkvæðamikill fyrir Valencia í EuroLeague

Martin atkvæðamikill fyrir Valencia í EuroLeague

Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld fyrir LDLC Asvel Villeurbanne í EuroLeague, 90-77. Valencia eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 11 sigra og 10 töp það sem af er tímabili.

Martin spilaði rúmar 26 mínútur í leiknum. Á þeim skilaði hann 9 stigum, frákasti og 7 stoðsendingum, en hann var stoðsendingahæsti leikmaður vallarins í kvöld. Næsti leikur Valencia í EuroLeague er þann 27. janúar gegn Zalgiris Kaunas.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -