Martin Hermannsson og Valencia lögðu Hamburg Towers í kvöld í sextán liða úrslitum EuroCup, 98-80.
Á tæpum 23 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 10 stigum, 2 fráköstum, 6 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.
Í átta liða úrslitum keppninnar mun Valencia mæta Boulogne sem lögðu Venice í sextán liða úrslitunum.