„Ég viðurkenni það alveg að það var svona smá fiðringur í mér í byrjun en þegar leið á leikinn þá bara lét ég leikinn koma til mín og þetta gekk eftir,“ sagði Martin Hermannsson eftir sigur Íslands á Bretlandi í forkeppni Evrópukeppninnar 2015. Ísland vann 13 stiga sigur í leiknum þar sem Martin fór mikinn með 22 stig. [email protected] ræddi við Martin eftir leik: