spot_img
HomeFréttirMarsfárið – upphitun

Marsfárið – upphitun

Nú eru fimm Íslendingar að leika körfuknattleik í efstu deild bandaríska karlaháskólaboltans (NCAA D1). Þessi staðreynd, umfjöllun íslenskra fjölmiðla um þessa drengi, möguleiki Íslendinga til að horfa á þessa leiki og aðrir þættir hafa aukið áhuga landsmanna á NCAA. Margir Íslendingar þekkja bandaríska háskólakörfuknattleiknn vel. Þessi grein er vísast ekki skrifuð fyrir þá.
 
 
Keppnisfyrirkomulag bandaríska háskólaboltans er nokkuð flókið. Í Bandaríkjunum eru fimm háskólasambönd sem stýra og stjórna keppni í hinum ýmsu íþróttum, svo sem körfuknattleik. Um þessar mundir eru um 2.100 skólar í þessum deildum og nær flestir keppa í körfu. Þekktasta deildin er NCAA. Næst þekktasta deildin er NAIA, en margir „kanar“ sem leikið hafa á Íslandi koma úr þeirri deild. NCAA skiptist í þrjár deildir, í efstu deildinni (D1) eru nú 351 lið að leika körfu. Í annarri deild eru 314 lið og í þriðju deildinni eru 450.
 
Liðin í D1 leika i 33 riðlum sem heita hinum ýmsu nöfnum sem oft tengjast landfræðilegri legu liðanna sem mynda riðilinn. Á vefnum má finna lista þar sem búið er að styrkleikaraða riðlunum eftir úrslitum keppnistímabilsins og öðrum atriðum. Á einum svona lista telst Big 12 Conference vera sterkasti riðilinn, en Booker jr. leikur í þeim riðli. Kristó leikur í Southern Conference og telst sá riðill vera númer 24 að styrkleika. Tveimur sætum neðar er North Eastern Conference, sem er riðilinn sem Íslendingarnir þrír í Brooklyn skólunum leika með. Í riðlunum eru allt frá 8 liðum upp í 15 lið. Í flestum riðlunum er leikin tvöföld umferð, en það á ekki við alla riðlanna.
 
Háskólakeppnistímabilið byrjar um miðjan nóvembermánuð. Almennt má segja að fyrir áramótin þá séu liðin að leika við lið sem eru í öðrum riðlum og jafnvel öðrum háskóladeildum. Á þessu tímabli eru liðin að leika um 12 leiki. Síðan byrjar keppnin í riðlinum og stendur hún almennt fram til febrúarloka eða út fyrstu vikuna í mars. Algengt er að lið séu að leika um 18 leiki í riðlinunum. Þegar riðlakeppni lýkur hefst úrslitakeppni í öllum riðlunum nema einum Ivy League. Hún er leikin með útsláttarfyrirkomulagi sem leikin er á nokkrum dögum, endar síðan með úrslitaleik og sigurvegari þess leiks fær síðan sjálfkrafa keppnisrétt í úrslitakeppni NCAA. Sú keppni er einnig útsláttarkeppni, fyrstu fjórar umferðir eru leiknar í mars. Undanúrslit og úrslitaleikur fara fram fyrsta laugardaginn og sunnudaginn í apríl.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -