spot_img
HomeFréttirMarsfárið: Sweet-Sixteen

Marsfárið: Sweet-Sixteen

Marsfárið fer að ná hámarki nú þegar 16-liða úrslitin eru klár. Keppnin í ár hefur einkennst af mörgum óvæntum úrslitum og gerðist það til dæmis í fyrsta sinn að tvö lið nr. 2 duttu út í fyrstu umferð gegn liði sem metið var nr. 15 í styrkleikaröðuninni.
Þau 16-lið sem komin eru áfram í keppninni eru:
 
South:
Kentucky – Indiana
Baylor – Xavier
 
West:
Michigan State – Louisville
Marquette – Florida
 
Sigurvegari suðursins mætir sigurvegar vestursins í undanúrslitunum.
 
Kentucky eru nr. 1 í þessum fjórðung og mæta annaðhvort Xavier eða Baylor í 8-liða úrslitunum ef þeir vinna Indiana og það gæti orðið hörku leikur.
 
East:
Syracuse – Wisconsin
Cinncinati – Ohio State
 
Midwest:
North Carolina – Ohio
North Carolina State – Kansas
 
Sweet Sixteen fara fram 22. og 23. mars.
 
Sigurvegarar hér mæta mætast í undanúrslitunum.
 
Fyrirfram eru North Carolina taldir sigurstranglegastir og spá margir þeim í úrslit. Hinsvegar eiga þeir eftir að vinna Ohio sem hefur lagt tvö stertk lið og hugsanlega Kansas sem eru taldir næststerkastir á eftir þeim sjálfum.
Fréttir
- Auglýsing -