spot_img
HomeFréttirMarsfárið 2

Marsfárið 2

 
 
Nú hefur valnefnd NCAA lokið störfum. 32 skólar unnu sér rétt til að taka þátt í úrslitakeppninni. Hlutverk valnefndar var að bæta öðrum 36 skólum við, styrkleikameta liðin, skipta þeim í fjóra riðla (East, West, Midwest og South) og para lið saman.
 
Þeir fjórir skólar sem eru í fyrsta styrkleikaflokki eru: Florida (32 sigrar, 2 töp), Arizona (30-4), Wichita State (33-0) og Virginia. (28-6). Í öðrum flokki eru: Kansas (24-9), Wisconsin (26-7), Michigan (25-8) og Villanova (28-4). Þess má geta núverandi NCAA meistarar Louisville (29-5) og þungavigtarliðið Michigan St. lentu í fjórða styrkleikaflokki, en þessi lið hafa leikið vel í vetur.
 
Íslendingurinn Frank Booker og félagar hans í Oklahoma (23-9) voru metnir í fimmta styrkleikaflokk og þeir mæta N. Dakota St. (25-6).
 
Á þriðjudag og miðvikudag leika átta lið um fjögur sæti í 64 liða úrslitunum. Fyrsti leikurinn á þriðjudaginn er á milli Albany og Mt. St. Mary‘s og mun sigurvegarinn fara inn sem lið í 16. styrkleikaflokki. Seinni leikurinn er á milli hörku liðanna N.C. State og Xavier en þau eru metin í 12. styrkleikarflokk.
 
Á miðvikudaginn leika Cal Poly og Texas So. en þau eru metin 16. flokki og síðar það kvöld mætir Iowa gulklæddu sjálfboðaliðunum frá Tennessee.
 
Cal Poly (13-19) er væntanlega slakasta liðið sem kemst inn í keppnina í ár. Þeir eru í Big West riðlinum og komu inn í úrslitapeppni þess riðils sem lið númer 7. Samkvæmt NCAA RPI reikniformúlunni eru þeir taldir vera 208. sæti yfir liðin í efstu deild NCAA.
 
Þau fjögur lið sem voru næst því að komast inn voru SMU, Florida St., Wisconsin Green Bay og Georgetown. SMU skólinn (23-9) hefur leikið vel í vetur. Það er enginn annar en Larry Brown sem þjálfar það lið. Hann er eini þjálfari sem hefur þjálfað sigurlið í NBA-deildinni og NCAA. Sumir spekingar vildu sjá þá í keppninni en valnefndin taldi að þeir hefðu leikið gegn nægilega mörgum góðum liðum í vetur.
 
Nú er bara að skella sér fyrir framan tölvu á þriðjudagskvöldið rétt fyrir miðnætti og njóta þess sem koma skal.
 
Hægt er að smella hér og  má þá finna leikjaniðurröðun úrslitakeppni NCAA.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -