spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaMarko Milekic til Hamars

Marko Milekic til Hamars

Körfuknattleiksdeild Hamars hefur samið við Króatann Marko Milekic um að leika með liðinu í 1. deild karla á komandi leiktíð. 

 

Marko kemur til liðsins frá Króatíska liðinu Istauni KK Pula sem leikur í næstefstu deild þar í landi. Marko er 1.98 cm á hæð og spilar stöðu framherja en á síðasta tímabili var hann frákastahæsti leikmaður deildarinnar með 12,3 fráköst að meðaltali í leik, jafnframt skilaði hann 18,9 stigum.

 

Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Hamars fyrir komandi leiktíð en Marko er fjórði leikmaðurinn sem kemur til Hamars. Áður höfðu þeir Everage Richardson, Geir Helgason og Florijan Jovanov samið við liðið. Ljóst er að Þorgeir Freyr Gíslason og Jón Arnór Sverrisson hafa yfirgefið lið hvergerðinga. Þá tók Máté Dalmay við þjálfun liðsins af Pétri Ingvarssyni eftir tímabilið. 

 

Fréttir
- Auglýsing -