spot_img

Marko Jurica til ÍA

Fyrrum leikmaður Vestra Marko Jurica hefur fengið félagaskipti til ÍA í fyrstu deild karla.

Vestri féll úr Subway deild karla á síðasta tímabili alla leið niður í 2. deild karla og hafði Marko verið að gera gott mót með þeim þar það sem af er tímabili. Með Vestra í Subway deildinni skilaði hann 15 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

Upphaflega kom Marko til Íslands fyrir tímabilið 2020-21 til þess að leika fyrir Sindra í fyrstu deild karla, en þá skilaði hann 8 stigum og 3 fráköstum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -