spot_img
HomeFréttirMarkkanen kominn í hóp með Sabonis, Divac og Petrovic

Markkanen kominn í hóp með Sabonis, Divac og Petrovic

 

Frammistaða finnans Lauri Markkanen í síðasta leik þeirra gegn Póllandi kom honum á ansi áhugaverðan lista. Af leikmönnum undir 20 ára, voru þau 27 stig sem að hann setti þau næst mestu í sögu EuroBasket, en Matjas Smodis hafði áður einnig skorað 27 stig, þegar Slóvenía sigraði Spán á mótinu 1999. 

 

Aðeins litháinn Arvydas Sabonis hafði skorað meira svo ungur áður, en á EuroBasket árið 1983 setti hann stigi meira, eða 28 stig í úrslitaleik Sovíetríkjanna gegn Hollandi um þriðja sæti mótsins.

 

Nokkuð áhugaverður listi í heildina, þar sem ekki ómerkari nöfn en Drazen Petrovic, Andrei Kirilenko, Vlade Divac og fleiri eru allir.

 

Spurningin er hvað Markkanen gerir svo annað kvöld, þegar að Finnland mætir Íslandi kl. 17:45.

 

 

Mynd / Eurohoops

Fréttir
- Auglýsing -