spot_img
HomeFréttirMarkkanen frábær þrátt fyrir tap í síðasta æfingaleik Finnlands

Markkanen frábær þrátt fyrir tap í síðasta æfingaleik Finnlands

Finnska landsliðið lék í gær síðasta æfingaleik sinn fyrir Eurobasket en andstæðingurinn var Rússland. Leikur liðanna var mikill sóknarleikur og var varnarleikurinn geymdur til betri tíma.

 

Rússland vann leikinn 100-91 þar sem Aleksey Shved var stigahæstur með 20 fyrir Rússland. Leikurinn fór fram í höllinni sem riðill Íslands fer fram í Helsinki. Ísland lék einnig við Rússland fyrr í sumar en þá unnu Rússar með 16 stigum. 

 

Finninn Lauri Markkanen sem var valin númer 7 í nýliðavali NBA deildarinnar til Chicago Bulls í sumar átti frábæran leik fyrir Finnland þar sem hann var með 27 stig þrátt fyrir tapið. Hann er helsta vonarstjarna Finnlands og líklegur til að verða þeirra besti leikmaður í sögunni. 

 

Ísland mun leika gegn Finnlandi 6. september á Eurobasket í lokaleik A-riðils þar sem mikið gæti verið undir. Finnska liðið er mjög sterkt í ár auk þess sem stuðningsmenn liðsins hafa stutt liðið dyggilega síðustu ár. 

Fréttir
- Auglýsing -