spot_img
HomeFréttirMarist með tvo sigra í dag

Marist með tvo sigra í dag

Bæði kvenna og karla lið Marist höfðu sigur í dag í leikjum sínum.  Karlaliðið reif sig upp eftir slæmt tap gegn IONA og sigraði lið Manhattan (skóli Brenton Birminghams) með 75 stigum gegn 70.  Kristinn Pálsson átti prýðis leik og skoraði 14 stig ásamt því að hirða 5 fráköst.  Kvennalið skólans með Lovísu Henningsdóttir innanborðs sigraði svo lið Fairfield 72:57. Lovísa komst ekki á blað í stigaskorun en lét hinsvegar finna fyrir sér í leiknum og fékk 3 villur. 

 

Sara Rún Hinriksdóttir og Margrét Rósa Hálfdánardóttir gerðu sér góðan dag og sigruðu lið Rider University með 73 stigum gegn 64. Margrét Rósa með 15 stig og 4 fráköst og Sara bætti við 8 stigum og tók 3 fráköst. 

 

Gunnar Ólafsson og Dagur Kár Jónsson spiluðu svo gegn liði St Johns í á ekki ómerkari stað en í Madison Square Garden.  Þrátt fyrir það þá náðu þeir ekki að fylgja eftir góðum sigri sínum í síðasta leik. Gunnar settti niður 3 stig í leiknum og Dagur bætti við 4 stigum.  Leikurinn endaði 56:63 St Johns í vil. 

Fréttir
- Auglýsing -