Marist menn með Kristinn Pálsson innanborðs fengu skell í gær þegar IONA háskólinn mætti í heimsókn. Skemmst frá því að segja þá sigraði IONA 101:66. Þetta var fyrsti leikur Marist í sinni deild (MAAC). Kristinn endaði leik með 6 stig á 33 mínútum en hann hóf leikinn á því að smella einum þrist, spjaldið ofaní og þar með er forysta Marist í leiknum upptalin. Í IONA skólanum er leikmaður að nafni AJ English sem var talinn fara í NBA draftið á síðasta ári en hann ákvað að klára síðasta skólaár sitt og kemur líklega til með að fara í "draftið" á næsta ári. AJ skoraði 18 stig í leiknum í gær og tók 9 fráköst.
Sara Rún Hinriksdóttir og Margrét Hálfdánardóttir skiluðu sigri í gærkvöldi gegn liði Saint Peters þegar liðin mættust í Jersey City. Lokastaðan 60:53 Canisius í vil. Íslensku stigin skiptust þannig að Sara setti niður 4 stig og tók 3 fráköst á meðan Margrét skoraði 6 stig og tók 2 fráköst ásamt því að senda 3 stoðsendingar.