Lokahóf körfuknattleiksdeildar Hamars fór fram miðvikudagskvöldið fyrir páska. Hófið fór fram í golfskálanum í Hveragerði og heppnaðist afar vel. Boðið var uppá mat, skemmtiatriði og sjálfsögðu voru veitt verðlaun fyrir afrek tímabilsins og einnig fengu margir leikmenn viðurkenningu fyrir leikjafjölda.
Hjá meistaraflokki kvenna var Sóley Guðgeirsdóttir verðlaunuð fyrir framfarir og Jóna Sigríður Ólafsdóttir fékk einnig verðlaun fyrir framfarir. Fyrirliðinn Íris Ásgeirsdóttir fékk verðlaun fyrir að vera dugnaðarforkurinn. Fanney Lind Guðmundsdóttir var valin besti leikmaðurinn og Marín Laufey Davíðsdóttir var svo valin mikilvægasti leikmaðurinn.
Hjá meistaraflokki karla. Bjartmar Halldórsson var verðlaunaður fyrir framfarir. Aron Freyr Eyjólfsson fékk verðlaun fyrir dungaðarforkinn. Danero Thomas var valin besti leikmaðurinn og fyrirliðinn Halldór Gunnar Jónsson var svo valinn mikilvægasti leikmaðurinn.
Mynd/ Bjarney Sif Ægisdóttir: Verðlaunahafar Hamars.