Miðherjinn öflugi, María Ben Erlingsdóttir, hefur sungið sitt síðasta þetta tímabilið með Grindavíkurkonum. Þær fregnir hafa nú fengist staðfestar að María gengur með barni.
Grindvíkingar standa nú í ströngu, í miðri seríu gegn Íslands- og deildarmeisturum Snæfells þar sem staðan er 1-1 og hörku læti framundan eins og gefur að skilja. María verður ekki í búning en mun vafalítið verða liðsfélögum sínum til halds og trausts á tréverkinu.



