spot_img
HomeFréttirMaría með 13 stig í sigri UTPA

María með 13 stig í sigri UTPA

 
Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir gerði 13 stig í nótt þegar bandaríska háskólaliðið hennar UTPA (University of Texas Pan-American) hafði góðan 10 stiga sigur á Utah Valley skólanum. Lokatölur voru 71-61 UTPA í vil.
María var í byrjunarliðinu og lék í stöðu miðherja. Eins og fyrr segir var María með 13 stig í leiknum, 1 frákast, 1 stoðsendingu og 1 varið skot á þeim 32 mínútum sem hún lék í leiknum.
 
María er næststigahæsti leikmaður UTPA þetta tímabilið með 9,0 stig að meðaltali í leik. Bianca Torre er eini leikmaður liðsins sem skorar meira en María að jafnaði eða 12,1 stig í leik.
 
Fréttir
- Auglýsing -