spot_img
HomeFréttirMaría Björnsdóttir - Pepplistinn Minn

María Björnsdóttir – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Snæfells, Maríu Björnsdóttur, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Snæfell fær Hauka í heimsókn kl. 19:15 í öðrum leik úrslitaeinvígis liðanna og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

María:

 

 

Borgin  – Hjálmar

Einstök tilfinning sem fylgir því að koma sér í gírinn við þetta lag. Oftar en ekki er þetta komið aftur á fóninn þegar ég kem inn í sal heima og er að reima á mig skóna þökk sé Inga. Held að hann teipi best í takt við Hjálma.

 

Eyes Of A Cloud Catcher – Agent Fresco

Agent eru með skemmtilegan hraðan takt en um leið svo fallega melodíu.

 

How many mics – Fugees

Þetta lag hefur einhvern einstakan hráann takt og bassa sem kemur mér í góðan gír.

 

Hlið við hlið – Friðrik Dór

Veit ekki hvað ég get sagt mér til varnar, við Snæfellstelpurnar elskum þetta lag.

 

Hotline Bling – Drake

Kæruleysisleg endurtekning á sama bítinu en það er einhver taktur í þessu sem ég fíla. Ég hef reynt að ná danstöktum Drake inn í upphitunarrútínuna hjá okkur í vetur en ekki fengið miklar undirtektir…

 

Jump Hi – Lion babe

Þessu lagi kynntist ég fyrir snilldar morgunlagaleik hjá Gunnarsdætrum. Gott beat, hárið á Lion er ekki að skemma fyrir stemmingunni í laginu og svo peppar hún mann í að hoppa! Fullkomin blanda.

 

Partition – Beyoncé

Síðasta lag áður en ég labba inn í hús. Bassi og B getur ekki klikkað. 

Fréttir
- Auglýsing -