19:57
{mosimage}
(María Ben Erlingsdóttir t.h. á myndinni)
,,Þetta var fyrsti leikurinn okkar á mótinu og líklega einhver hræðsla í liðinu,” sagði María Ben Erlingsdóttir leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í samtali við Karfan.is í dag eftir 47-81 ósigur Íslands gegn Svíþjóð á Norðurlandmótinu sem fram fer í Gentofte í Danmörku um þessar mundir. María gerði 5 stig í leiknum á rétt rúmum 16 mínútum.
Var einhver skjálfti í íslenska liðinu gegn Svíum? Liðið setti aðeins niður eitt þriggja stiga skot í leiknum!
Við vissum vel að Svíarnir voru sterkir en Gústi var búinn að setja skýr markmið fyrir leikinn og við stóðumst þau ekki. Ef við hefðum stoppað hraðaupphlaupin og spilað betri vörn þá hefðum við lent í hörku leik. Skotnýtingin var líka mjög léleg þar sem við settum aðeins 1 af 13 þriggja stiga skotum og vorum bara með 31% tveggja stiga nýtingu.
Hver var munurinn á liðunum? Hvar voru Svíar að leika ykkur grátt?
Svíarnir eru líklega með sterkasta liðið á mótinu en við töpuðum allt of stórt á móti þeim og þetta voru alls ekki ásættanleg úrslit. Við getum gert miklu betur!
Hverju þarf að kippa í liðinn fyrir leikinn gegn Norðmönnum?
Við erum búin að fara yfir Svía leikinn og við vitum allar klárlega hvað við þurfum að laga fyrir næsta leik. Núna þarf maður að hætta að svekkja sig á þessum leik og gera sig tilbúinn gegn Norðmönnum.



