Íslenska U16 landslið stúlkna tapaði gegn Danmörku í leik liðsins á Norðurlandamóti yngri flokka sem fram fer í Finnlandi þessa dagana. Liðið sýndi mjög fína frammistöðu gegn sterku liðið Svíþjóðar.
Umfjöllun um helstu þætti leiksins má finna hér að neðan:
Fyrir leik:
Bæði lið höfðu unnið tvo leiki af þremur á mótinu og eini tapleikur beggja liða komið gegn Finnlandi. Aftur á móti vann Danmörk 66 stiga sigur á Svíþjóð sem Ísland vann með tveimur stigum. Einni tapaði Danmörk naumlega fyrir Finnlandi sem Ísland tapaði með 50 stigum fyrir. Ljóst var því að verkefni Íslands væri ansi erfitt.
Gangur leiksins:
Frammistaðan í fyrsta leikhluta var heilt yfir til fyrirmyndar. Liðið leysti stífa pressuvörn vel og gaf ekki margar auðveldar körfur. Þrátt fyrir að danska liðið hafi byrja betur og náð forystu snemma kom íslenska liðið til baka og jafnaði um miðbik annars leikhluta.
Íslenska liðið sýndi fádæma baráttu framan af gegn ofboðslega vel spilandi liði Danmerkur. Frammistaðan féll aðeins niður í lok fyrri hálfleiks og Danmörk fékk ódýrar körfur og seig framúr. Staðan í hálfleik 51-36 fyrir Danmörku.
Íslenska liðið kom örlítið hrætt til leiks í seinni hálfleik og leyfðu dönunum að sækja auðveldar körfur á meðan Ísland náði ekki skoti á körfuna. Danmörk náði á þessu tímabili uppí nærri 30 stiga forystu.
Þegar leið á leikinn fóru leikmenn að vera óhræddari við að taka opin skot og keyra á pressuvörn Danmerkur. Baráttan var gríðarlega og mikið af ljósum punktum í liði Íslands. Slaki kafli Íslands var einfaldlega of dýr í dag og komst liðið því ekki mikið nær dönum í dag. Lokastaðan 99-64 fyrir Danmörku.
Hetjan:
Eygló Óskarsdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir deila besta leikmanni dagsins. Eygló endaði með 11 stig og 8 fráköst. Ásta Júlía var með 13 stig, 6 fráköst og 56% skotnýtingu. Stigaskor og tölfræði dreifðist vel á milli allra leikmanna og fengu allir leikmenn að spila yfir sjö mínútur.
Kjarninn:
Virkilega frambærileg frammistaða U16 gegn líklega sterkasta liði þessa árangs. Miklar framfarir hafa orðið á þessu liði frá fyrsta leik. Leikmenn eru að fá meiri trú á eigin getu og fá að hlaupa kerfi gegn sterkum vörnum. Þrátt fyrir stórt tap í dag er hægt að taka fleiri jákvæða hluti úr þessum leik heldur en neikvæða.
Á morgun mætir Ísland Eistlandi sem hafa enn ekki unnið leik á mótinu. Gaman verður að fylgjast með liðinu í leik þar sem þær eiga að vera sterkari aðilinn. Það er mjög fagleg ára í kringum liðið og ljóst að allir leikmenn eru staðráðnar í að nýta þessa leiki til að bæta sig.
Viðtöl eftir leik: