spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaMargrét tekur við Stjörnunni

Margrét tekur við Stjörnunni

Stjarnan hefur gengið frá ráðningu á þjálfaranum Margréti Sturlaugsdóttur fyrir kvennalið deildarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá deildinni nú í kvöld.

Margrét er reynslumikill þjálfari, sem nýverið lauk FECC gráðu FIBA, fyrst íslenskra kvenna. Þá hefur hún þjálfað alla yngri flokka, yngri landslið, meistaraflokka bæði hjá Keflavík og Breiðablik, sem og verið aðstoðarþjálfari a landsliðs.

Yfirlýsing Stjörnunnar:

Stjórn Kkd. Stjörnunnar hefur gengið frá ráðningu Margrétar Sturlaugsdóttur sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. Samningurinn er til þriggja ára með endurnýjunarákvæði.

Eins og fram kom í tilkynningu fyrr í sumar, þá hefur Stjarnan dregið meistaraflokk kvk úr keppni, og vildi með því leggja áherslu á uppbyggingu yngri flokka til að byggja upp lið sem að mestu væri skipað uppöldum Stjörnuleikmönnum.


Með þessari ráðningu sýnir Kkd Stjörnunnar að yfirlýst markmið um uppbyggingu voru ekki orðin tóm, enda eru fáir þjálfarar á Íslandi sem hafa meiri metnað fyrir uppbyggingu körfuboltans en Margrét. Hún hefur sannað það oftar en einu sinni og í raun óþarfi að tíunda það fyrir körfuboltaáhugakonum og -mönnum á Íslandi. Fyrr í sumar varð hún fyrst íslenskra kvenna til að útskrifast með FECC gráðu FIBA, en aðeins 7 íslenskir þjálfarar hafa lokið því námi.

Margrét mætir á sína fyrstu æfingu hjá Stjörnunni strax í dag!

Skíni Stjarnan !

Fréttir
- Auglýsing -