spot_img
HomeFréttirMargrét tekur sér hlé frá yngriflokka þjálfun

Margrét tekur sér hlé frá yngriflokka þjálfun

10:50
{mosimage}

(Margrét með sigursælar Keflavíkurstúlkur) 

Hinn sigursæli yngriflokkaþjálfari Margrét Sturlaugsdóttir mun taka sér frí frá yngriflokkaþjálfun á næstu leiktíð. Margrét hefur um árabil þjálfað hjá Keflavík en nú verður hlé á þeim starfa Margrétar sem unnið hefur til ótal titla í vel flestum kvennaflokkum Keflavíkur. 

,,Ég hef fengið nýja stöðu og þarf því að bera fyrir mig mikilli vinnu næsta vetur. Ég er alls ekki orðin södd og verð áfram með puttana á púlsinum og mun hanga sem óður maður á öllum fjölliðamótum,” sagði Margrét í samtali við Karfan.is

 

,,Ég er líkleg til þess að þrauka ekki veturinn án þess að enda með því að taka þátt í einhverjum flokki. 10. bekkur stúlkna verður líklega með í 1. deild og það er aldrei að vita nema maður verði spilandi þjálfari þar með Erlu Reynis og Önnu Maríu innanborðs svona til að hækka meðalaldurinn,” sagði Margrét og ljóst að hún hefur einhver járn í eldinum en hver útkoman verður kemur væntanlega í ljós þegar nær dregur tímabilinu.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -