spot_img
HomeFréttirMargrét Rósa leggur skóna tímabundið á hilluna

Margrét Rósa leggur skóna tímabundið á hilluna

 

Bakvörðurinn Margrét Rósa Hálfdanardóttir hefur ákveðið að leggja skóna tímabundið á hilluna. Margrét er að útskrifast úr Canisius háskólanum í Bandaríkjunum, en þar hefur hún dvalið við nám, sem og spilað með liði skólans frá árinu 2014. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul á hún að baki sex tímabil með uppeldisfélagi sínu í Haukum, áður en hún fór út og 12 leiki fyrir A landslið Íslands.

 

Samkvæmt Margréti, þá er hún að útskrifast með tvær gráður frá Canisius tengdum líffræði, vistfræði, verndun og hegðun dýra. Ætlar hún að fara að vinna og í framhaldinu leita sér að frekara námi í dýralækningum í Evrópu. Gerir hún þó ráð fyrir að vera í Buffalo þetta árið og segist því ekki eiga eftir að missa af leik hjá Keflvíkingnum Söru Rún Hinriksdóttur, sem verður á sínu fjórða ári með Canisius á næsta tímabili. 

 

Útskrift Margrétar úr Canisius líklegast jafn glæsileg og þegar hún dúxaði í Flensborg áður en hún fór út, en við útskriftina var hún leyst út með hinum ýmsu verðlaunum frá íþróttadeild skólans. Meðal annars fyrir að vera með hæstu meðaleinkunnina og að standa sig best í lyftingasalnum.

 

Fréttir
- Auglýsing -