spot_img
HomeFréttirMargrét Ósk: Getum farið með þetta í félögin

Margrét Ósk: Getum farið með þetta í félögin

Undir 16 ára stúlknalið Íslands tapaði fyrir Danmörku með 8 stigum, 64 gegn 72. Leikurinn sá þriðji sem að liðið leikur á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi, en liðið hefur tapað öllum þremur.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við aðstoðarþjálfara Íslands, Margréti Ósk Einarsdóttur, eftir leik í Kisakallio. Margrét var tekin inn í þjálfarateymi liðsins sem þriðji þjálfari þess, en slíkt var gert með öll liðin á mótinu þetta árið.

Líkt og Finnur Freyr Stefánsson, yfirþjálfari Íslands, fór yfir í spjalli við Körfuna á dögunum, var þetta gert til þess að sem flest félög gætu notið góðs af þeirri stefnu sem sambandið vill fara í þjálfaramálum.

Fréttir
- Auglýsing -