spot_img
HomeFréttirMargrét Kara með hundraðasta leikinn fyrir Keflavík

Margrét Kara með hundraðasta leikinn fyrir Keflavík

18:45

{mosimage}

Margrét Kara Sturludóttir leikmaður kvennaliðs Keflavíkur var heiðruð í gærkvöldi fyrir sinn eitthundraðasta leik með liðinu. Margrét Kara kom yfir til Keflavíkur þegar meistaraflokkur kvenna í Njarðvík var lagður niður og hefur allar götur síðan skipað sér í hóp sterkustu leikmanna Keflavíkurliðsins.

 

 

Keflvíkingar tóku á móti deildarmeistaratitlinum í gærkvöldi eftir auðveldan sigur á Hamri í síðasta deildarleik sínum í vetur og hélt Kara upp á áfangann með því að gera 14 stig, taka 15 fráköst og stela 6 boltum.

 

[email protected]

 

VF-mynd/ [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -