Eftir fyrstu fjóra leiki riðilsins í Katowice verður enginn leikur í dag miðvikudag.
Öll sex lið riðilsins fá frídag, en á morgun mætir Ísland svo liði Frakklands, Ísrael og Slóvenía eigast við og heimamenn í Póllandi mæta Belgíu.
Margir spennandi leikir eru þó á dagskrá í dag í þeim riðlum sem leiknir eru í Tampere í Finnlandi og Limasol á Kýpur.
Hérna er hægt að sjá hvaða leikir eru í dag
Á dagskrá RÚV eru leikir í beinni útsendingu
Svartfjallaland Bretland – kl. 10:20 – RÚV
Litháen Svíþjóð – kl. 13:20 – RÚV
Tyrkland Serbía – kl. 18:05 – RÚV2



