spot_img
HomeFréttirMargir leikir í kvöld: 14. umferð klárast

Margir leikir í kvöld: 14. umferð klárast

09:00

{mosimage}
(Fannar og félagar verða í Röstinni í kvöld)

Mikið verður um að vera í neðri deildum körfuboltans í kvöld ásamt en alls eru fimm leikir í 1. deild karla og kvenna ásamt því lokaleik 14. umferðar í Iceland Express-deild karla.

Grindavík fær Stjörnuna í heimsókn í kvöld í lokaleik 14. umferðar karla í Iceland Express-deild karla. Garðbæingar mæta í Röstina og eiga erfitt verkefni fyrir höndum en Grindvíkingar vilja án efa komast á sigurbrautina á ný eftir tap fyrir Þór Akureyri í síðustu umferð. Stjörnumenn þurfa á sigri að halda til að fjarlægjast botninn en þeir eru með 10 stig í 10. sæti eins og nokkur önnur lið en Fjölnismenn eru í því ellefta með átta stig og pakkinn þéttur í neðri hlutanum. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Í Vogum verður grannaslagur þegar heimamenn í Þrótti fá vini sína og frændur frá Sandgerði í heimsókn. Þessi lið sitja á botni 1. deildar með 2 og 4 stig en það voru einmitt Reynismenn sem unnu síðast þegar þessi lið mættust. Þróttarar voru að missa Daníel Guðmundsson sem hefur verið einn þeirra sterkasti leikmaður í vetur. Það verður án efa hart barist á Reykjanesinu í kvöld en viðureign þeirra hefst kl. 20:00.

Kl. 18:00 hefst viðureign Vals og Ármanns/Þróttar í 1. deild karla í Vodafone-höllinni. Valsmenn eru á mikilli siglingu þessa dagana í deildinni en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína eftir áramót. Ármenningar eru sterkir með Maurice Ingram fremstan í broddi fylkingar. Það verða án efa stálin stinn sem mætast á parketinu í Vodafone-höllinni í kvöld.

Tapa Selfyssingar þriðja leiknum í röð? FSu hefur tapað tveimur leikjum í röð og verða án Árna Ragnarssonar í kvöld þegar þeir taka á móti KFÍ kl. 19:15 í Iðu á Selfossi. Eftir öfluga byrjun hafa strákarnir í FSu hikstað aðeins. KFÍ hafa unnið tvo leiki í röð en þeir hafa aðeins spilað einn leik á þessu ári og tvo leiki í deildinni síðustu 7 vikurnar. Þeir eru í keppnisferð um helgina og taka tvo leiki á 24 tímum og því er mikilvægt fyrir þá að vera vel stemmdir.

Í 1. deild kvenna eru tveir leikir á dagskrá í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Í Borgarnesi taka heimastúlkur á móti Tindastól. Skallagrímsstúlkur hefur gengið ágætlega í deildinni og eru um miðja deild á meðan Tindastólsstelpur eru á botninum ásamt Breiðablik.

Hin viðureignin í 1. deild er einmitt Breiðablik en þær heimsækja Njarðvíkinga sem eru á fínu flugi þessa dagana. Njarðvík vann nauman sigur á KR-b í síðustu umferð en þær eru í toppbarátunni ásamt Snæfell og Haukum-B.

Leikirnir í 1. deild kvenna hefjast kl. 19:15.

Einn leikur er í bikarkeppni yngri flokka en það er viðureign Hrunamanna og KFÍ í 9. flokki kvenna hefst leikurinn kl. 19:00 á Flúðum.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -