spot_img
HomeFréttirMarcus Walker: Ég stend og fell með KR

Marcus Walker: Ég stend og fell með KR

Marcus Walker nýráðinn leikmaður KR-b eftir tap gegn Breiðablik

 

Hvað tapaði leiknum í kvöld?

Gömlu karlarnir töpuðu þessu einungis vegna úthaldsins. Mér fannst við eiga góðan leik, allir spiluðu vel saman en við urðum bara dálítið þreyttir undir lokin.

Geturðu sagt mér frá KR-húðflúrinu þínu?

Já, þegar ég var hérna þá sagði ég liðsfélögunum að ef við ynnum titilinn þá myndi ég fá mér KR-húðflúr. Þeir héldu að ég væri að grínast, en [sýnir tattúið sitt] þegar ég kom heim þá fékk ég mér merkið fyrir lífstíð. Ég stend og fell með KR, í hvert sinn sem ég kem til Íslands þá er það KR eða ekki neitt.

Hvernig fannst þér að spila aftur fyrir KR?

Í sannleika sagt þá er þetta blessun í mínum huga, eftir vandræðin með hjartað í mér og allt það er frábært að geta snúið aftur til félagsins sem fór svona vel með mig. Ég sagði á samfélagsmiðlum að þetta er annað heimilið mitt og ég meina það af einlægni. Ég er enn í bandi við flesta hérna, þetta er ekki þannig að ég fór heim og allir hérna gleymdu mér, ég hef ennþá vini og tengsl hérna á klakanum. Mér þykir ennþá vænt um Ísland og fólkið hérna og það var heiður og blessun að geta snúið aftur og spilað þennan leik og tekið þátt í þessu bikar-áhlaupi.

 

Fréttir
- Auglýsing -