spot_img
HomeFréttirMarcus Walker á leið í flug til Íslands

Marcus Walker á leið í flug til Íslands

Hávær slúðursaga hefur gengið manna á milli í kvöld að hinn eldfljóti Marcus Walker væri á leið til landsins til að spila fyrir KR út úrslitakeppnina. Sú saga hefur nú fengið ansi góðan meðbyr þar sem Walker sjálfur setti á Instagram rétt í þessu mynd af flugmiða sínum þar sem hann er á leið til Reykjavíkur.

 

Walker sem var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2011 fékk félagaskipti til KR fyrr á tímabilinu til að spila einn leik með B-liði KR. Hann er því gjaldgengur með liði KR út tímabilið og getur spilað með liðinu í úrslitakeppninni. Samkvæmt óstaðfestum heimildum Karfan.is mun Marcus Walker vera í leikmannahóp KR gegn Haukum annað kvöld. 

 

Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum KR síðustu daga en Brynjar Þór fingurbrotnaði fyrir úrslitakeppni og Jón Arnór Stefánsson er tæpur vegna nárameiðsla. Marcus Walker gæti því komið inn og aðstoðað ef meiðsli Jóns Arnórs eru alvarleg.

 

KR mætir Haukum í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Dominos deildar karla annað kvöld kl 20. Hvort Marcus Walker verður leikmaður KR í þeim leik á eftir að koma í ljós en ljóst er að kauði verður á landinu á morgun. 

 

Skjáskot af flugmiða Walkers og tilþrifamyndband frá 2011 má sjá hér að neðan:

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -