spot_img
HomeFréttirMarcus Camby: Ég vil vera hér

Marcus Camby: Ég vil vera hér

07:00

{mosimage}
(Camby að troða yfir nýliðanna Yi Jianlian fyrr í vetur)

Mikið hefur verið skrifað um framtíð leikmanna Denver Nuggets í NBA-deildinni og einn þeirra sem hefur verið orðaður við brottför frá liðinu er varnartröllið Marcus Camby. Camby sem er 34 ára gamall hefur leikið með Denver síðan árið 2002 vill ekki yfirgefa félagið.

,,Ég vil vera hér en ég vil einnig vera þar sem nærveru minnar er óskað,” sagði Camby en aðspurður hvort hann taldi nærveru sinnar óskað í Denver sagði hann. Ég veit það ekki, ég veit það ekki. Annan hvern dag eru orðrómar og þess háttar hlutir. Ég er bara að reyna njóta frídaganna minna. Það er eina sem ég get gert á þessum tímapunkti.”

Camby var með 9.1 stig og 13.1 fráköst í leik en hann lék 79 leiki og allir þeirra í byrjunarliðinu.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -