11:33
{mosimage}
Marcin Konarzewski leikmaður mfl. karla er á heimleið á næstu dögum, en hann hefur verið leystur undan samningi að eigin ósk. Hann varð fyrir meiðslum á dögunum og hefur ekki náð sér af þeim og treystir sér ekki að leika áfram sökum þessa.
Þetta er mikill missir fyrir Tindastól, en Mo hefur verið með um 17 stig að meðaltali í leik og tæp 9 fráköst. Einnig eru framundan erfiðir leikir bæði í bikar og deild og hópurinn ekki stór fyrir. Ekki er ljóst með annan leikmann í hans stað, en það skýrist vonandi á næstu dögum.
Mynd: www.tindastoll.is



