Átta leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Bræðurnir Pau og Marc Gasol mættust þar sem sá fyrrnefndi hafði betur í 101-91 sigri Memphis gegn Chicago Bulls. Marc með 23 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar fyrir bjarndýrin en Pau með 13 stig og 11 fráköst fyrir nautin.
Anthony Davis gældi við rosalega þrennu þegar hann setti 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í 114-103 sigri Pelicans gegn Milwaukee. Sá er þeir kalla „The Greek Freak“ og heitir í raun Giannis Anttetokounmpo var stigahæstur í liði Bucks með 29 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 varin skot. Náunginn er á nítjánda ári og að skila svona tölum í NBA – fylgist vel með!
Þá skellti Stephen Curry niður 36 stigum fyrir Golden State í öruggum 98-80 sigri gegn Phoenix. Þá eru ótalin 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolnir boltar. Golden State eru efstir á vesturströndinni og Curry gerir harða atlögu að titlinum besti leikmaður deildarinnar.
Bræður berjast: Gasol vs Gasol
Úrslit næturinnar í NBA
FINAL
7:00 PM ET
WAS
![]()
95
W
CHA
![]()
69
| Q1 | Q2 | Q3 | Q4 | F | |
|---|---|---|---|---|---|
| WAS | 36 | 20 | 21 | 18 | 95 |
|
|
|
|
|
||
| CHA | 21 | 25 | 14 | 9 | 69 |
| WAS | CHA | |||
|---|---|---|---|---|
| P | Gortat | 20 | Williams | 19 |
| R | Gortat | 7 | Biyombo | 9 |
| A | Wall | 9 | Williams | 7 |





