spot_img
HomeFréttirMarbury settur á frost

Marbury settur á frost

9:28

Gæðablóðið Stephon Marbury var í gær settur út úr liði New York Knicks og er búist við því að hann muni ekki reima á sig skóna með liðinu framar.

Mike D'Antoni, þjálfari Knicks, sagði í samtali við New York Daily News að þessi ráðstöfun væri gerð með tilliti til framtíðarinnar.

"Hann hefur í sjálfu sér ekki gert neitt (rangt), en liðið er bara að stefna í aðra átt."

Ekki er hægt að segja að þessi ákvörðun hafi komið á óvart, en Marbury hefur í gegnum árin verið einhver erfiðasti leikmaður deildarinnar og, viljandi eða óviljandi, skemmt út frá sér í öllum liðum sem hann hefur leikið með.

Marbury á eitt ár eftir af samningi sínum við Knicks og fær um 21,9 milljónir dala fyrir.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -