spot_img
HomeFréttirManuel Rodriquez færir sig á Selfoss

Manuel Rodriquez færir sig á Selfoss

Manuel Rodriquez mun ekki yfirgefa Ísland í nánustu framtíð en hann hefur samið við FSU um að koma í þjálfaralið félagsins. Manuel hefur þjálfað lið Skallagríms síðustu tvö tímabil. Undir hans stjórn komst liðið uppúr 1. deild kvenna og endaði í þriðja sæti Dominos deildar kvenna og fór í úrslitaleik Maltbikarsins á fyrsta tímabili í efstu deild. 

 

Samkvæmt yfirlýsingu FSU verður hann aðstoðarþjálfari Elce Chambrelan auk þess að þjálfa yngri flokka félagsins. FSu lék í 1. deild karla á nýliðnu tímabili og endaði í 7 sæti deildarinnar. Þar áður var liðið í Dominos deild karla og ætlar liðið sér stærri hluti í 1. deildinni í vetur. 

 

Manuel A. Rodríguez hefur áður stýrt liði Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og hefur m.a. verið aðstoðarþjálfari í efstu deild á Spáni, stýrt liði í Euroleague, verið hluti af þjálfarateymi yngri landsliða kvenna á Spáni auk þess að þjálfa háskólalið þar í landi með mjög góðum árangri. 

 

Á heimasíðu FSu segir: „Við sem sem stöndum að FSU-KÖRFU erum himinlifandi að hafa landað slíkum stórlaxi. Það er meginstefna félagsins að leggja taustan grunn til að byggja á til langrar framtíðar. Leiðin að því markmiði er að bjóða öllum iðkendum ávallt úrvalsþjálfara og bestu aðstæður til að laða fram það besta í hverjum einstaklingi.“

 

Í samtali við fsukörfu.is segir Manuel. „Frá fyrsta degi skynjaði ég mikinn áhuga og velvild í minn garð og ég er mjög þakklátur fyrir það. Það eru forréttindi að fá að starfa með Eloy og ég veit að við munum vinna vel saman og verða öflugt teymi. Eftir meira en 15 ár í kvennaboltanum hlakka ég til að þjálfa karlalið, það verður ný reynsla fyrir mig. Ég er körfuboltaþjálfari og grundvallaratriðin eru þau sömu, og þó einhver munur kunni að vera á kynjunum  líkamlega og andlega er ég tilbúinn að takast á við nýjar og krerfjandi áskoranir á mínum þjálfaraferli“.

 

Fréttir
- Auglýsing -