Manuel A. Rodriguez mun áfram stýra kvennaliði Skallagríms á næstu leiktíð en hann fór með Borgnesinga upp úr 1. deild kvenna á síðasta tímabili og kom félaginu í Domino´s-deildina. Í tilkynningu frá Borgnesingum segir:
Það er kvennaliði skallagríms mikil ánægja að tilkynna að Manuel A. Rodriguez mun stýra kvennaliði Skallagríms í úrvalsdeild á næsta ári. Hann tók við liði Skallagrímskvenna síðasta haust og fór liðið beint upp í úrvalsdeild og tapaði einungis tveimur leikjum í 1. deild. Frekari fréttir af kvnnaliði Skallagríms eru væntanlegar innan tíðar.
Manuel sem er staddur er í sumarfríi í heimalandi sínu var ánægður með að vera búinn að framlengja við Skallagrím og sagði m.a.
“Ég er mjög ánægður að vera búinn að framlengja samning minn við Skallagrím. Það er mér mikill heiður að fá að stýra kvennaliði Skallagríms í úrvalsdeild í fyrsta skipti í 40 ár. Ég vil þakka Ásmundi, Ámunda og öðrum í stjórn kvennakörfu Skallagríms fyrir að treysta mér áfram fyrir þessu verkefni”
"Það var gaman að fá að taka þátt í fyrstu skrefunum í uppbyggingu á nýju liði og munum við byggja áfram á grunninum sem lagður var á síðasta tímabili. Þrátt fyrir að vera nýtt lið í deildinni þá teljum við að við getum verið öðrum liðum erfiður andstæðingur. Næsta keppnistímabil verður spennandi, við munum undirbúa okkar lið vel og áfram leggja áherslu á metnað og vinnusemi."



