spot_img
HomeFréttirManu Ginobili óstöðvandi

Manu Ginobili óstöðvandi

15:14
{mosimage}
(Emanuel Ginobile fór hreinlega á kostum í nótt)

Nú í þessu er leikur Bandaríkjanna og Spánar í gangi á RÚV og var útsendingu seinkað um 40 mín. Fyrst vegna viðureignar Íslands og Danmerkur í handbolta en svo var ákveðið að taka um 20 mínútur í að sýna frá úrslitunum í 100 metra spretthlaupi karla. Maður spyr sig, hvernig hægt sé að taka sér 20 mín. í sýna frá atburði sem tekur innan við 10 sekúndur að framkvæma?

Leikur Bandaríkjanna og Spánar er síðasti leikurinn í fjórðu umferð og jafnframt toppslagurinn í B-riðli.
Grikkir og Angolar riðu á vaðið í nótt og spiluðu fyrsta leik umferðarinnar. Líkt og áður í mótinu voru Angolar ekki mikil fyrirstaða og sigruðu Grikkir örugglega 102-61.
Ioannis Bouroussis var atkvæðamestur Grikkja með 22 stig en Eduardo Mingas setti niður 23 stig fyrir Angola.

Ástralar gerðu sér lítið fyrir og skelltu risunum í Rússlandi og hafa Rússar ekki verið að sýna neina meistara takta á mótinu. Öruggur 15 stiga sigur varð raunin 95-80 Áströlum að sjálfsögðu í vil.
C.J. Bruton var stigahæstur Ástrala með 22 stig líkt og landi hans Andrew Bogot en hjá Rússum var Viktor Khryapa stigahæstur með 21 stig og 9 fráköst.

Litháar eru í miklu stuði og í nótt sigruðu þeir Króata 86-73. Litháar eru í góðri stöðu á toppi A-riðils og virðist ekkert ætla að velta þeim úr því sæti.
Mindaugas Laukauskis var stigahæstur Litháa með 20 stig en hjá Króatíu var Roko-Leni Ukic stigahæstur með 13 stig.

Argentína er komið í mikinn ham og áttu ekki í miklum erfiðleikum með Írana í dag, 97-82. Manu Ginobili var í ótrúlegu stuði í leiknum og smellti niður 32 stigum og var með 4 stoðsendingar.
Hjá Írönum var Hamed Ehadadi í miklu stuði og skoraði 21 stig og tók hvorki meira en minna en 16 fráköst.

Það er ljóst að leikur Kína og Þjóðverja hefur verið leikur varnarinnar því ekki var stigaskorið mikið. Kína vann fínan sigur á þeim þýsku, 59-55.
Yao Ming var sem oft áður stigahæstur Kínverja með nánast helming stiganna eða 25 stykki. Ming tók einnig 11 fráköst.
Svipaða sögu var um Þjóðverja að segja en Dirk Nowitzki setti niður 24 stig og tók 17 fráköst. Það má því segja að þetta hafi verið Dirk á móti Yao.

Mynd: fiba.com

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -