spot_img
HomeFréttirMansour Mbye til Stjörnunnar

Mansour Mbye til Stjörnunnar

00:04

{mosimage}

Stjarnan í Garðabæ hefur fengið til sín nýjan leikmann að nafni Mansour Mbye en hann er fæddur í Gambíu en hefur búið lengst af í London og er einnig með breskt ríkisfang. Mbye sem er 196 cm og 27 ára hefur komið víða við, lék um tíma í NCAA 2 deildinni auk þess sem hann hefur leikið á Englandi, í Belgíu og Ítalíu.

Gunnar Kr. Sigurðsson formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar segir að Mbye sé vonandi sá leikmaður sem þeir eru að leita að en þá hefur vantað mann til að létta á Dimitar Karadzovski í sókninni en Mbye á að vera bæði skotmaður sem og að geta keyrt á körfuna.

Stjarnan heimsækir Skagafjörðinn á morgun þegar þeir mæta Tindastól en á þessari stundu er ekki ljóst hvort Mbye verður kominn með heimild. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið sem eru í botnbaráttunni í Iceland Express deildinni, Stjarnan hefur unnið 4 leiki en Tindastóll 3 og því myndi sigur færa Stjörnuna örlítið frá botninum.

Hér má sjá myndband af hæfileikum Mbye.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -