spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaManresa báru sigurorð af Tryggva og félögum í Zaragoza

Manresa báru sigurorð af Tryggva og félögum í Zaragoza

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Casademont Zaragoza töpuðu fyrir Baxi Manresa í 10. umferð spænsku ACB deildarinnar í dag, 102-103. Eftir leikinn er Zaragoza í 15-17. sæti deildarinnar með tvo sigra úr fyrstu tíu leikjunum.

Atkvæðamestur fyrir Zaragoza í leiknum var Robin Benzing með 27 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar. Hjá Manresa var það Scott Eatherton sem dróg vagninn með 20 stigum og 5 fráköstum.

Tryggvi átti fínan leik í dag, á tæpum 13 mínútum spiluðum skilaði hann 3 stigum og 6 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -