spot_img
HomeFréttirMamba Rage

Mamba Rage

 

Mamba Rage skórnir hafa gengið undir ýmsum nöfnum undanfarin ár sem hefur ruglað aðdáendur skónna töluvert. Fyrst þegar við seldum skónna hétu þeir Kobe Mentality. Árið eftir það breyttu þeir svo nafnið í Mamba Instinct en nú heita þeir Mamba Rage.

 

Skórnir eru töluvert lágir og eru því ekki fyrir alla. Okkar reynsla af þeim er sú að menn og konur annaðhvort elska þá eða finnst þeir vera alls ekki fyrir sig. Það er líklegast vegna þess að skórnir eru einhverrjir lægstu körfuboltaskór á markaðinum og eru því alls ekki með hlutlausa byggingu sem höfðar til sem flestra.

 

Skórnir kosta ekki mikið og hefur það alltaf verið vinsælt hjá viðskiptavinum. Einnig er hægt að taka innleggið auðveldlega úr skónum og setja þá annað innlegg í sem hentar fyrir þá sem eru með mislangar lappir eða þurfa annað stuðningsinnlegg. Skórnir eru sagðir vera mjög stöðugir út af hönnuninni á hliðinni á skónum og síðast en ekki síst þá eru þeir mjög léttir á fæti og henta vel fyrir hraðari leikmenn að sökum hversu lágir þeir eru.

 

Útgáfur:

Mamba Rage – Gráir

Mamba Rage – Hvítir

Mamba Rage – Svartir

Mamba Rage – Brúnir

 

 

 

Myndir:

 

 

 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -