spot_img
HomeFréttirMaltneskur landsliðsmaður til Njarðvíkur

Maltneskur landsliðsmaður til Njarðvíkur

Ljóst er að liðin í Dominos deildinni ætla að leggja allt í sölurnar þetta vorið og eru mörg lið að styrkja sig þessa dagana. Njarðvík samdi í dag við maltneska framherjann Tevin Falzon.

Á heimasíðu Njarðvíkur segir:

Falzon er framherji/miðherji sem útskrifaðist frá Sacred Heard háskólanum í Bandaríkjunum en þess má geta að þar voru hann og okkar maður Mario Matasovic liðsfélagar. Hann lék síðast í bresku BBL deildinni með 8,6 stig og 6,4 fráköst að meðaltali í leik. Falzon er landsliðsmaður hjá Möltu og hefur m.a. tekið þátt í smáþjóðaleikunum með Maltverjum og mætt þar Íslandi.

Njarðvík hefur leik á nýju ári á sunnudag þegar liðið fær ÍR í heimsókn. Breiðhyltingar slógu Njarðvíkinga úr leik á síðustu leiktíð og hafa því þeir grænklæddu harma að hefna.

Fréttir
- Auglýsing -