Viðureign Íslands og Möltu á Smáþjóðaleikunum var að ljúka en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins á mótinu. Maltverjar mættu klárir í slaginn og lögðu snemma grunninn að sigrinum með 19-6 eftir fyrsta leikhluta. Lokatölur reyndust 68-49 fyrir Möltu.
Helena Sverrisdóttir lék ekki með íslenska liðinu í leiknum í dag og munar um minna en hún var hvíld þar sem hún varð fyrir smá meiðslum á kálfa á æfingu í morgun.
Hildur Björg Kjartansdóttir var atkævðamest í íslenska liðinu í dag með 13 stig og 11 fráköst og henni næstar voru Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir með 7 stig.
Samkvæmt heimildum okkar á Karfan.is er tölfræðin kannski ekki alveg nægilega sterklega skráð þarna ytra, t.d. kemur fram í skýrslu dagsins að Ingunn Embla hafi verið 0-5 í þristum en við vitum til þess að amk 1 þristur frá henni fann sér leið í gegnum körfuna og hefur þá væntanlega verið misskráður á annan leikmann.
Mynd/ KKÍ