spot_img
HomeFréttirMalone í frægðarhöll Louisianafylkis

Malone í frægðarhöll Louisianafylkis

10:45
{mosimage}

(Malone var hrókur alls fagnaðar á laugardag) 

Stálframherjinn góðkunni Karl Malone hefur verið tekinn inn í frægðarhöll íþrótta í Louisianafylki í Bandaríkjunum en innvígslan átti sér stað síðastliðinn laugardag. Malone gerði garðinn frægan í NBA deildinni með Utah Jazz og við athöfnina sagði hann í skemmtilegri ræðu að allan sinn innblástur hefði hann fengið frá móður sinni, Shirley Malone.  

 

,,Móðir mín sagði mér aldrei að gefast upp og alltaf að setja markið hátt. Mig langar til þess að koma því á framfæri til ungs fólks að ef þið eigið ykkur draum eða sýn þá megið þið aldrei láta neinn draga úr ykkur,” sagði Malone við athöfnina.

 

Malone lék í 19 tímabil í NBA deildinni og var 13 sinnum valinn í stjörnulið deildarinnar. Þegar Malone lagði skóna á hilluna var hann næst stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi með 36.928 stig og sjötti frákastahæsti leikmaðurinn í NBA sögunni með 14.968 fráköst. Á ferli sínum skoraði hann að jafnaði 25.0 stig að meðaltali í leik og tók 10,1 frákast.

Þá var Malone meðlimur í hinu eina sanna draumaliði Bandaríkjanna sem rúllaði upp Ólympíuleikunum árið 1992.  

[email protected]

Mynd: www.thenewsstar.com

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -