spot_img
HomeFréttirMálin að skýrast - Egill á Íslandsmetið

Málin að skýrast – Egill á Íslandsmetið

Við biðjumst velvirðingar á því að hafa sett Íslandsmet á Ragnar Nathanaelsson í vörðum skotum en lesendur Karfan.is svöruðu heldur betur kallinu. Fyrr í kvöld slógum við því fram að um Íslandsmet hefði verið að ræða hjá Ragnari þegar hann varði 10 skot í leik gegn Val síðastliðið fimmtudagskvöld. Við báðum svo lesendur að aðstoða okkur við að komast að hinu sanna.
 
Nú hafa lesendur tekið okkur á ypponi því hið rétta er að Egill Jónsson, hinn 218cm hái miðherji þjóðarinnar varði 11 skot í október 2005 í viðureign KR og UMFN í DHL Höllinni.
 
Listinn lítur því svona út í augnablikinu (vinsamlega aðstoðið okkur að leiðrétta/bæta listann):
 
Flest varin skot í efstu deild karla
Egill Jónsson, UMFN – 11
Ragnar Á. Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn – 10
Mike Bargen, Haukar – 10
John Rhodes, Haukar – 9
Junior Hairston, Þór Þorlákshöfn – 9
Igor Tratnik, Valur – 9
  
Mynd/ Egill Jónsson á góðri stund með Njarðvíkingum.
 
Tengt efni:
Nat-vélin setti Íslandsmet  (sem reyndist svo ekki rétt – afsakið)
Fréttir
- Auglýsing -