spot_img
HomeFréttirMalaga úr leik eftir spennandi leik

Malaga úr leik eftir spennandi leik

Eftir hetjulega baráttu þá urðu Malaga að játa sig sigraða gegn liði Barcelona en leiknum lauk nú rétt í þessu með sigri Katalóníurisans, 77:74.  Jayson Granger átt síðasta skotið frá miðju í von um að jafna leikinn en skotið stutt og því fögnuðu heimamenn sigri og ekki laust við að þeir hafi andað léttar þar sem þeir litu hreinlega út fyrir að vera skíthræddir við tapið. 

 

Þetta leit nokkuð vel út fyrir þá Malaga menn sem voru yfir í hálfleik með tveimur stigum og jafnt var á liðunum eftir þrjá leikhluta, 57:57.  Um miðjan loka leikhlutans tóku Barcelona góða rispu og náðu einhverri 8 stiga forystu en seigla í Malaga mönnum sem náðu að jafna á loka mínútu leiksins.  Það var svo á lokasekúndum leiksins sem að Carlos Navarro setti niður galopinn þrist og það fór langt með að tryggja sigurinn. 

 

Malaga hélt yfir í sókn en náðu slöku skoti að körfu Barcelona sem hreinlega skelltu í lás.  Barcelona kláruðu svo á línunni en skildu hinsvegar smá möguleika eftir fyrir þá Malagamenn þegar þeir brenndu af öðru vítaskotinu og staðan 77:74. En lokaskot Malaga sem fyrr segir náði ekki á hringinn.  Jón Arnór Stefánsson skoraði 5 stig í leiknum á 13 mínútum en hann hefur nú lokið keppni að þessu sinni með Malaga og óvíst hvar hann leikur á næsta tímabili en vonir eru bundnar við að hann semji jafnvel aftur við lið Malaga á næsta tímabili. 

Fréttir
- Auglýsing -