spot_img
HomeFréttirMalaga tapar á "buzzer"

Malaga tapar á “buzzer”

 Unicaja Malaga tapaði naumt nú í kvöld gegn liði Alba Berlin þegar Jón Arnór og félagar heimsóttu Berlinarmenn heim. Það var á lokasekúndu leiksins sem að Reggie Redding skoraði sigurkörfuna fyrir Alba Berlin með gegnubroti og leit allt út fyrir að kappinn hafi sett körfuna niður á meðan leiktíminn rann út en dómarar leiksins litu á sjónvarps upptökur og úrskurðuðu að 0.02 sekúndur væru eftir.  Það dugði hinsvegar Malaga ekki til að ræna sigrinum og 79:78 tap því staðreynd. 
 
Jón Arnór Stefánsson átti ágætis 8 mínútur, hann setti niður einn þrist og stal einum bolta á þessum tíma. Augljóst að hægt og bítandi er Jón að komast í sitt fyrra form en allt tekur þetta tíma. 
 
Pakkinn þéttist örlítið í riðlinum hjá þeim eftir leiki kvöldsins en góðu fréttirnar voru þær að CSKA Moskva sigraði lið Maccabi Tel Aviv á útivelli og því halda Malaga öðru sæti riðilsins ásamt reyndar Maccabi með 4 sigra og tvö töp. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -