Jón Arnór Stefánsson og félagar spiluðu í kvöld í Euroleague og ekki gekk sem skildi hjá þeim þegar þeir töpuðu fyrir sterku liði Maccabi Tel Aviv í Ísrael. Jón Arnór með 18 mínútur í þessum leik og skoraði á þeim 8 stig og sendi 2 stoðsendingar. Með þessu tapi duttu Malaga niður í fjórða sæti B riðils jafnir Alba Berlín að stigum en Þjóðverjarnir eiga einn leik inni.



