Ósigrað lið CSKA Moskvu hirtu á ótrúlegan hátt sigur í kvöld gegn liði Malaga eftir framlengdan leik. Jón Arnór Stefánsson spilaði 13 mínútur og var í byrjunarliðinu fyrir Malaga að þessu sinni og setti 1 stig í leiknum. Malaga höfðu framan af leik sýnt á sér sparihliðarnar og á upphafs mínútum seinni hálfleiks komust þeir í 20 stiga forystu og lítið í spilunum að CSKA myndu nokkuð koma til með að gera í þessum leik. Ekki fyrr en þeir hreinlega skelltu í lás í vörninni og Malaga menn áttu hreinlega í mesta basli með að koma af skoti á tímum.
Á lokasekúndum leiksins leit þetta nokkuð vel út fyrir Malaga því þegar um 29 sekúndur voru eftir höfðu þeir fjögurra stiga forystu 75:71. Besti maður vallarins Nando De Colo fyrir CSKA skoraði svo fyrir sína menn og staðan 75:73. Því næst brutu þeir CSKA menn á Jayson Granger sem hafði verið nokkuð heitur fyrir þá Malaga menn og hefði með því að setja annað vítið niður sett góða pressu á CSKA eða þá setja bæði og í raun klára leikinn. En Jayson klikkaði á báðum, De Colo fyrrnefndur brunnaði upp völlinn og setti niður lay up og brotið á honum í leiðinni. 6 sekúndur eftir og allt í einu voru CSKA komnir í forystu. Carlos Suarez besti maður Malaga að þessu sinni átti svo lokaskotið en það geigaði og CSKA því enn ósigraðir í Euroleague þetta árið. 75:76 varð lokaniðurstaða kvöldsins en þrátt fyrir tapið eru Malagamenn komnir í 16 liða úrslit í Euroleague og einn leikur enn eftir í riðlakeppninni.
Enn einn naumur ósigur fyrir þá Malagamenn sem virðast eiga í vandræðum með að loka svona jöfnum leikjum á loka kaflanum. Þess má geta að Milos Teodosic spilaði ekki með CSKA að þessu sinni.



