spot_img
HomeFréttirMalaga flengdir í Barcelona

Malaga flengdir í Barcelona

Fyrsti leikurinn í seríu Malaga og Barcelona fór fram í kvöld en leikurinn var háður á heimavelli Barcelona.  Svo fór að Malaga fékk aldeilis skell í 91:60  tapi gegn risanum í norðaustrinu.   Barcelona tók strax frá fyrstu mínútu öll völd á vellinum og leiddu með 20 stigum í hálfleik, 49:29. Þar með í raun virtust Malaga menn algerlega slegnir og náðu sér aldrei á strik það sem eftir lifði leiks. 

 

Jón Arnór Stefánsson var meðal stigahæstu manna í leiknum með 7 stig á þeim 10 mínútum sem honum voru úthlutaðar.  Næsti leikur er á sunnudag í Barcelona en svo færist einvígið yfir til Malaga á miðvikudag. 

Fréttir
- Auglýsing -