Unicaja Malaga spilaði í dag gegn liði Iberostar Tenerife á heimavelli og skemmst frá því að segja þá sigraði Malaga leikinn 84:68 og eins og tölurnar gefa til kynna var um nokkuð þægilegan sigur að ræða. Lið Malaga lagði grunninn að sigrinum strax í fyrri hálfleik þegar þeir höfðu komið sér í 43:27 forystu og varnarleikur heimamanna nánast vatnsheldur. Litháin Mindaugas Kuzminskas var stigahæstur að þessu sinni með 20 stig fyrir Malaga.
Jón Arnór Stefánsson er sem fyrr í meiðslum á nára en von er á að kappinn snúi fljótlega til leiks. Fyrir þennan leik hafði lið Malaga tapað þremur leikjum í röð, tveimur í Euroleague og einum í deild. Liðið er nú í 2-3 sæti jöfn að stigum Barcelona. Næsti leikur liðsins verður á útivelli og má gera ráð fyrir að hann verði erfiður þegar þeir sækja heim Valencia.
Staðan:




