spot_img
HomeFréttirMalaga áfram í Konungsbikarnum

Malaga áfram í Konungsbikarnum

 Nú rétt í þessu voru Unicaja Malaga að tryggja sig í fjögurra liða úrslit Konungsbikarsins með 84:76 sigri geng liði Bilbao. Leikið er á Kanarí eyjum þetta árið.   Jón Arnór Stefánsson spilaði tæpar 10 mínútur í leiknum og skoraði 7 stig.  Malaga mætir liði Barcelona í fjögurra liða úrslitum á laugardag kl 18:00 en Barcelona lagði fyrr í dag lið Valencia.  Úrslitaleikurinn er svo leikinn á sunnudag. 
 
Fréttir
- Auglýsing -